Tollskrárlyklar

.

Tollskrárlyklar

Hugtakið tollskrárlyklar er notað yfir skrá allra tollskrárnúmera og atriði tengd hverju tollskrárnúmeri, eins og þau eru skráð í tollskrá Tollakerfis sem er tölvukerfi tollafgreiðslu, hjá Skattinum. Atriði, sem tengd eru hverju tollskrárnúmeri, eru kölluð skilmálar tollskrárnúmers. 

Á síðunni er hægt að sækja tollskrárlykla sem textaskrá til nota í hugbúnaði til tollskýrslugerðar bæði vegna inn- og útflutnings, sitt hvor skráin. Tilgangur tollskrárlykla er að hugbúnaður inn- og útflytjenda noti skrána vegna tollskýrslugerðar, villuprófunar, útreiknings aðflutningsgjalda o.fl. Skráin inniheldur öll tollskrárnúmer og skilmála þeirra, sem í gildi eru á gildisdagsetningu hennar. Tollskrárlyklar innihalda ekki texta/vörulýsingar tollskrárinnar.

Tollskráin sjálf, viðauki I við tollalög, inniheldur aðeins A/A1 toll og E toll auk tollskrárnúmers og vörulýsingu þess. Tollskrárlyklar og tollskrá Tollakerfis innihalda alla skilmála tollskrárnúmers að auki, svo sem allar tegundir tolla, gjöld, bönn, leyfi, tollabindingar, hvort tollskrárnúmer krefst útfyllingu stykkjatölu, lítratölu í aðflutningsskýrslu og fleiri atriði. 

Í veftollskrá er hægt að fletta upp tollskrárnúmerum ásamt texta og skilmálum.

Fyrirvarar og frávik

Fyrirvara og frávik upplýsinga í tollskrárlyklum innflutnings miðað við gildandi tollskrá, viðauka I við tollalög, með síðari breytingum, er að finna í eftirfarandi skjali: Fyrirvarar og frávik tollskrárlykla (PDF 40kb)
Athugið að færslulýsing og -teikning fyrir textaskrá tollskrárlykla er mismunandi eftir því hvort um tollskrá innflutnings eða útflutnings er að ræða.

Aðrar upplýsingar

Upplýsingar um aðflutningsgjöld, leyfi, bönn o.fl. (skilmálar tollskrár) er að finna á vefsíðu Skattsins

Auk tollskrárlykla er hér hægt að sækja skrár tengdar úrvinnslugjöldum.

Innflutningur

Textaskrá tollskrárlykla innflutnings - með magntölustreng

– Gildisdagsetning er: 01.04.2025: TSKINN01042025.ZIP

Sjá tilkynningu –  Tollskrárlyklar með gildistöku 1. apríl 2025

Fyrri breytingar - Eldri útgáfur

Færslulýsing og færsluteikning - Gildir frá og með 01.03.2013

Útflutningur 

Textaskrá tollskrárlykla vegna útflutnings

Úrvinnslugjöld

Viðmiðunartafla vegna þyngdar sölu- og flutningsumbúða

.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum