Hvert kemur varan mín?

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Hvert kemur varan mín?

Í flestum tilfellum sendir seljandi vöru þér svokallað tracking númer. Það getur þú notað til að fylgjast með sendingunni á leiðinni til landsins. 

Vörur eru aldrei sendar til Tollstjóra.

  • Vara send í pósti berst til Íslandspósts.
  • Vara send með hraðsendingarfyrirtæki berst til viðkomandi fyrirtækis á Íslandi (DHL, UPS o.s.frv.).
  • Vara send með öðrum farmflytjanda t.d. skipafélagi eða flugfélagi er í höndum hans þar til þú færð hana afhenta.

 

Þessir aðilar hafa samband við þig ef þörf er á frekari upplýsingum til að geta framkvæmt tollafgreiðslu t.d. ef vörureikning vantar.

Þegar tollafgreiðslu er lokið og gjöld hafa verið greidd afhenda þeir þér vöruna í vöruafgreiðslu eða jafnvel heim að dyrum.

 

Kynntu þér líka: Verslað á netinu

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir