Tollflokkun
Tilgangur tollflokkunar er annars vegar að tryggja rétta tollmeðferð og álagningu gjalda á vörur og hins vegar til nota við upplýsingaöflun í hagtölulegum tilgangi. Allar vörur, sem fluttar eru til og frá landinu eru tollflokkaðar.
Almennar leiðbeiningar um tollflokkun vöru
Hagstofa Íslands tekur saman upplýsingar um utanríkisverslun Íslands, þ.e. útflutning og innflutning á vöru og þjónustu, og reiknar vöruskipti við útlönd og þjónustujöfnuð sem eru mikilvægir mælikvarðar á efnahagsþróun í landinu. Upplýsingar um vöruviðskipti eru fengnar að mestu úr tollskýrslum. Til að þessar tölur séu réttar er mikilvægt tollflokkun á vörum sem fluttar eru til og frá Íslandi sé rétt.