Inn- og útflutningur
Innflutningur
Það er meginregla að sá sem flytur vöru til landsins skal greiða af henni aðflutningsgjöld (tolla, vörugjöld, virðisaukaskatt og ýmis önnur gjöld) nema annað sé tekið fram í tollskrá eða lögum.
- Hér eru upplýsingar um hvernig innflutningur fer fram.
- Í ákveðnum tilvikum þarf að afla sérstakra leyfa til innflutnings.
- Greiða ber virðisaukaskatt við innflutning á öllum vörum. Að auki geta vörur borið toll, vörugjöld eða önnur gjöld eftir atvikum. Gjöld á vörur eru mismunandi há eftir vörutegund.
- Í ákveðnum tilfellum eru vörur undanþegnar greiðslu aðflutningsgjalda.
- Hér er reiknivél til að reikna aðflutningsgjöld af algengum vörum.
Útflutningur
Almenna reglan er sú að sá sem flytur vöru frá landinu þarf ekki að greiða af henni nein gjöld nema annað sé ákveðið í lögum eða reglugerð.
- Hér eru upplýsingar um hvernig útflutningur fer fram.
- Í ákveðnum tilvikum þarf að afla sérstakra leyfa til útflutnings.
Nánari upplýsingar um inn- og útflutning eru á undirsíðum veljið úr valmyndinni.
Einstaklingum sem stunda inn- eða útflutning í atvinnuskyni er bent á að kynna sér sambærilegt efni undir atvinnurekstur.
Hafir þú spurningu er velkomið að hafa samband, einnig er hægt að hringja í þjónustufulltrúa í síma 560-0315.