Um reiknivélina

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Um reiknivélina

Notkun reiknivélarinnar er einföld:

  1. Leitaðu að vöruheiti eða veldu flokk og undirflokk(a)
    • Listi yfir vörur birtist þegar búið er að skrifa nokkra stafi og styttist eftir því sem meira er skrifað.
  2. Skráðu verð vörunnar með flutningskostnaði (tollverð), taktu eftir að reiturinn birtist ekki fyrr en búið er að velja flokk(a).
  3. Veldu gjaldmiðil
  4. Smelltu á reikna

Stundum þarf að auki að skrá upplýsingar um fjölda eða magn og birtast þá reitir til að skrá það.

  • Í reiknivélina hafa verið skráð valin vöruheiti og vöruflokkar sem algengt er að einstaklingar panti sjálfir frá útlöndum.
  • Reiknivélin gefur hugmynd um hvað vara myndi kosta væri hún keypt og flutt til landsins á þeim degi sem útreikningur er framkvæmdur.
  • Reiknivélin sækir í tollakerfi embættisins upplýsingar um gjöld og aðra skilmála (leyfi, bönn o.s.frv.), reiknar aðflutningsgjöld (innflutningsgjöld) og birtir sundurliðun.

Ekki er öruggt að vara falli í þá flokka sem búnir hafa verið til, jafnvel þó að heitið passi. Ýmislegt getur haft áhrif á tollflokkun vörunnar til dæmis efni sem varan er gerð úr eða notkun hennar. Sem dæmi má nefna að sími er alltaf sími, jafnvel þó að í honum sé myndavél og MP3 spilari. Annað dæmi, legur í bíla tollflokkast sem legur, en ekki sem aðrir bílavarahlutir því þær er jú hægt að nota í ýmislegt annað en bíla.

Mismunur getur verið í útreikningi og endanlegu verði meðal annars vegna:

  • Breytinga á gengi frá útreikningsdegi til tollafgreiðsludags
  • Mismunar á tollafgreiðslugengi og til dæmis kortagengi eða seðlagengi
  • Réttrar tollflokkunar
  • Rangt innsleginna upplýsinga

Í reiknivélinni kemur ekki fram kostnaður sem þú greiðir á Íslandi, til dæmis vegna þjónustu tollmiðlara við tollskýrslugerð eða heimkeyrslu.  Kynntu þér verðskrár tollmiðlara.



Ef þú rekst á villur eða hefur hugmynd um vörur, sem þér finnst vanta í reiknivélina sendu okkur þá póst á vefur[hja]tollur.is.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir