Hvað þarf að gera til að geta byrjað að nota veftollafgreiðslukerfið?

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Hvað þarf að gera til að geta byrjað að nota veftollafgreiðslukerfið?

1. Forráðamaður notar íslykil fyrirtækisins til að veita starfsmönnum umboð

Íslykill fyrirtækis er eingöngu notaður til að veita umboð ekki til að vinna í kerfinu.

Áður en hægt er að veita starfsmönnum umboð til að nota nýja kerfið þarf að fá íslykil fyrirtækisins sé hann ekki þegar til staðar. Íslykill er pantaður hér.

Umboðskerfi á island.is

2. Þegar starfsmaður hefur fengið umboð skráir hann sig inn með því að nota sama kort með persónulegu rafrænu skilríki og notað var með eldra kerfi.

Kerfið er opnað með því að fara á slóðina https://veftollafgreidsla.tollur.is. Eftir að notandi hefur auðkennt sig koma upp tveir valkostir valið er Innskrá í umboði.

Til að æfa sig í notkun kerfisins getur verið ágætt að búa til frekar einfalda skýrslu til dæmis með því að endurgera gamla skýrslu án þess að senda hana inn. Hægt er að eyða skýrslunni síðar. Svo er bara að gera fyrstu skýrsluna. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum til að tollafgreiðsla hennar gangi snuðrulaust fyrir sig.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir