Aðflutningsskýrsla - eyðublað E-1 - leiðbeiningar
Þetta eyðublað inniheldur virkni sem krefst notkunar Adobe Reader, forritið er frítt og mælt er með nýjustu útgáfu. Eyðublaðið virkar ekki rétt með öðrum pdf lesurum.
Skoðaðu þessa lausn ef þú lendir í vandræðum með að opna eyðublaðið.
Útfylling eyðublaðs E-1 - Tollskrárlyklar
Eftirfarandi reglur gilda um útfyllingu einstakra reita, dálka og lína aðflutningsskýrslu hvort sem um er að ræða tollskýrslu á pappír eða rafræn skil.
Skýringum við reiti og dálka er skipt í tvo hluta. Annars vegar er gerð grein fyrir hvaða upplýsingar eiga að vera í reitnum og hins vegar skýrt út á hvaða formi upplýsingar í reitnum eða dálknum eiga að vera (gerð svæðis).
Við útfyllingu einstakra reita og dálka aðflutningskýrslu, eins og nánar er lýst hér á eftir, ber í ýmsum tilvikum að nota lykla (kóða). Þar sem þeirra er ekki sérstaklega getið hér á eftir er þá að finna hér: Lyklar í tollakerfi.
Tölvuvinnsla tollskjala er við það miðuð að Tollstjóri reikni út í tölvukerfi tollsins tollverð og þau gjöld, sem kunna að falla á vöru við innflutning, og erlendar fjárhæðir séu umreiknaðar miðað við tollafgreiðslugengi sem í gildi er á hverjum tíma. Innflytjandi þarf því hvorki að færa inn tollgengi (reitur 18) né umbreyta erlendum fjárhæðum eða reikna út aðflutningsgjöld frekar en hann vill. Til samanburðar við álagningu og útreikning Tollstjóra er þó mælt með að innflytjendur reikni sjálfir út aðflutningsgjöldin í tollskýrslu en hafa ber þó í huga að tollgengi getur breyst og þar með álögð gjöld.
Notkun SMT-aðflutningsskýrslu í stað E-1 eyðublaðsins
Pappírslaus tollskýrsla, hér á eftir nefnd SMT-aðflutningsskýrsla, inniheldur sömu reiti til útfyllingar og skrifleg tollskýrsla. Nokkur frávik eru þó sem hafa verður í huga þegar SMT-aðflutningsskýrsla er gerð. Verður sérstaklega fjallað um þessi frávik þegar fjallað hefur verið um útfyllingu reita E-1 eyðublaðsins.
Tollskýrsla leiðrétt við eða eftir tollafgreiðslu
Ef leiðrétta þarf tollskýrslu, hvort sem fullnaðartollafgreiðsla hefur farið fram eða og án tillits til þess hvort um SMT-tollafgreiðslu eða tollafgreiðslu samkvæmt tollskýrslu á pappír er að ræða, ber innflytjanda að afhenda Tollstjóra leiðrétta skriflega tollskýrslu ásamt fylgiskjölum, nema fullnægjandi fylgiskjöl hafi þegar verið afhent Tollstjóra og hann geri ekki sérstaklega kröfu til framlagningar þeirra. Við SMT-tollafgreiðslu eru leiðréttingar á tollskýrslu þó gerðar með nýrri SMT-tollskýrslu hafi fullnaðartollafgreiðsla ekki farið fram, þ.e. afhendingarheimild ekki verið veitt.
Leiðrétt skýrsla skal fyllt út með venjulegum hætti eins og kveðið er á um útfyllingu einstakra reita og dálka hér á eftir en þó skal dagsetning í reit 3 vera leiðréttingardagur hennar. Auk þess skal tilgreina eftirfarandi í næstu línu fyrir neðan síðustu tollflokkunarfærslu í dálkum 29 til 35: LEIÐRÉTTING á aðflutningsskýrslu ... (og tilgreina e.a.: sem þegar hefur verið tollafgreidd eða er ótollafgreidd) ... og þar fyrir aftan tilvitnun í afgreiðslunúmer þeirrar skýrslu sem verið er að leiðrétta hafi tollafgreiðsla þegar átt sér stað.
Ofgreidd eða vangreidd gjöld eru staðgreidd með venjulegum hætti.
Skilgreining á gerð svæðis í reit
Fyrir neðan skýringartexta hvers reits eða dálks sem háður er hámarkslengd texta eða fjölda stafa, er tilgreint hverrar gerðar svæði reitsins er. Skilgreiningar þessar eru skammstafaðar innan sviga og hafa eftirfarandi merkingu:
- a..(n) Texti allt að tiltekinni hámarkslengd, (n) segir til um hámarks stafafjölda svæðis.
- a(n) Texti bundinn við tiltekna lengd, (n) segir til um þann stafafjölda sem vera skal í svæði. Texti skal hvorki vera meiri né minni en stafafjöldi (n) segir til um.
- n..(n,n) Töluleg upphæð allt að tiltekinni hámarkslengd, (n,n) segir til um hámarks stafafjölda í svæði og fjölda aukastafa ef slíkt er fyrir hendi; n fyrir aftan kommu.
- n(n,n) Töluleg upphæð bundinn við tiltekna lengd, (n,n) segir til um stafafjölda í svæði og fjölda aukastafa ef slíkt er fyrir hendi; n fyrir aftan kommu. Upphæð skal hvorki vera meiri né minni en stafafjöldi (n,n) segir til um.
Tilvísun í tilsvarandi reiti á E-2 eyðublaðinu (samskjalinu) er einnig að finna fyrir neðan skýringartexta viðkomandi reits eða dálks.
Athugasemdir
- Reitir 8 - 27 eru upplýsingar um heildarsendinguna, en reitir og dálkar 28 - 37 eru fyrir upplýsingar um hvert tollskrárnúmer.
- Reitir eða dálkar sem ekki er skylt að fylla út eru auðkenndir með orðinu VAL aftan við heiti reits eða dálks.
- Reitir sem merktir eru með bókstaf eru ætlaðir tollyfirvöldum.
- Þegar í vörusendingu eru vörur sem flokkast í sama tollskrárnúmer en hluti þeirra er t.d. undanþeginn aðflutningsgjöldum lögum samkvæmt skal gera grein fyrir vörunni sem undanþágu nýtur í sér línu í aðflutningsskýrslunni, sbr. tilvísun í undanþágu í reit 14.
- Þegar um er að ræða innflutning skráðan verðlausan til tolls, t.d. sýnishorn, gjafir, farangur ferðamanna eða búslóð, er ekki nauðsynlegt að fylla út aðra reiti en 1-31.
Þegar um innflutning í atvinnuskyni er að ræða er skylt að fylla E-1 eyðublaðið út í samræmi við leiðbeiningar hér á eftir.
REITUR 1 SKÝRSLA
Í þessum reit er tegund tollafgreiðslu gefin til kynna, þ.e. hvers konar tollafgreiðslu innflytjandi óskar eftir hjá Tollstjóra eða aðila sem leyfi hefur til póstflutninga.
1. hluti: Þessi hluti reitsins er eingöngu ætlaður miðlara og fyllist út af honum þegar óskað er eftir að álögð aðflutningsgjöld verði gjaldfærð á innflytjanda. Óski miðlari eftir slíkri gjaldfærslubeiðni skal færa eftirfarandi lykil í 1. hluta reitsins:
GI Gjaldfærslubeiðni - vegna Gjaldfærslu aðflutningsgjalda
Miðlara er heimilt að setja fram gjaldfærslubeiðni þegar tegund tollafgreiðslu er almenn tollafgreiðsla (AL), einfaldari tollmeðferð (ET) eða hraðsending (HS), sbr. 2. hluta í reit 1, enda sé um að ræða tollafgreiðslu almennra vörusendinga, safnsendinga, tollafgreiðslu vara úr tollvörugeymslu eða af frísvæði eða fullnaðartollafgreiðslu hraðsendinga.
Einnig er heimilt að setja fram gjaldfærslubeiðni við bráðabirgðatollafgreiðslu (BB-BV) vörusendingar og fullnaðartollafgreiðslu hennar til þess að greiðslukvittun verði þá stíluð á viðkomandi innflytjanda. Aðflutningsgjöld koma þó alltaf til staðgreiðslu þegar um bráðabirgðatollafgreiðslu er að ræða.
2. hluti: Færið inn afgreiðslumáta sendingar í samræmi við eftirfarandi lykla:
Lykill | |
---|---|
AL | Almenn tollafgreiðsla, þ.m.t. póstafgreiðsla |
BB | Bráðabirgðatollafgreiðsla - vegna TÍMABUNDINS INNFLUTNINGS |
BC | Bráðabirgðatollafgreiðsla - vegna ATA-ÁBYRGÐARSKJALS (CARNET) |
BD | Bráðabirgðatollafgreiðsla - vegna DAGBLAÐA OG TÍMARITA |
BF | Bráðabirgðatollafgreiðsla - vegna FERÐAMANNABÍLA |
BL | Bráðabirgðatollafgreiðsla - vegna LEIGU Á VÖRUM |
BN | Bráðabirgðatollafgreiðsla - vegna NEYÐARLEYFIS |
BO | Bráðabirgðatollafgreiðsla - vegna BENSÍN EÐA OLÍU |
BS | Bráðabirgðatollafgreiðsla - vegna SÝNINGARBÍLA |
BT | Bráðabirgðatollafgreiðsla - vegna UMFLUTNINGS (TRANSIT) |
BV | Bráðabirgðatollafgreiðsla - þegar SKJÖL VANTAR |
ET | Einfaldari tollmeðferð á vörum - ET-AFGREIÐSLA og SMT AFGREIÐSLA |
HS | Hraðsendingar í flugi - EXPRESS CONSIGNMENTS |
3. hluti: Færið inn röðun aðaleyðublaðs og framhaldseyðublaða ef notuð eru fleiri eintök en eitt af eyðublaðinu við gerð aðflutningsskýrslu (ef notuð eru t.d. þrjú eintök af eyðublaðinu setjið þá 1/3 í þennan hluta á skýrslunni, en 2/3 í fyrra framhaldsblaðið og 3/3 í síðara framhaldsblaðið).
Gerð svæðis: (a2)
SAD (1)
REITUR 2 ÁRITUN PRÓKÚRUHAFA (ábyrgðaryfirlýsing)
Skýrslan skal undirrituð af innflytjanda eða þeim sem kemur fram fyrir hönd innflytjanda (prókúruhafi, starfsmaður, miðlari eða annar sem hefur sérstaka heimild til að gefa skýrslu fyrir hönd innflytjanda sem skilað hefur inn til Tollstjóra umboði á sérstöku eyðublaði – E-23).
Sá sem skrifar undir skýrslu ábyrgist að upplýsingar sem gefnar eru í skýrslunni séu réttar með tilliti til vörusendingarinnar og þeirra skjala eða gagna sem lögð eru fram eða aðgangur er veittur að og gætt hafi verið fyrirmæla laga og annarra reglna sem gilda um innflutninginn. Skrá skal kennitölu þess sem undirritar skýrslu fyrir neðan undirskrift. Umbjóðendur geta skapað sér hlutlæga ábyrgð vegna undirritunar annarra fyrir þeirra hönd.
SAD (54)
REITUR 3 DAGSETNING SKÝRSLU
Færið hér inn þann dag, mánuð og ár sem skýrslan er skrifuð.
Ef um leiðrétta skýrslu er að ræða skal dagsetja hana miðað við leiðréttingardag en ekki upphaflega dagsetningu.
SAD (54)
REITUR 4 Tilvísun innflytjanda - val
Reit þennan hafa innflytjendur eða miðlarar til frjálsra nota, t.d. fyrir tilvísunarnúmer í bókhald sitt.
Gerð svæðis:
(a..7) Aftasti stafur skal vera aftasti stafur í ártali tollafgreiðsluárs
SAD (7)
REITUR 5 VY-LYKILL (VIÐSKIPTAVERÐ)
Færið inn lykil fyrir viðkomandi verðákvörðunarreglu sem tollverð vöru byggist á:
Lykill | |
---|---|
1 | Viðskiptaverð hinnar innfluttu vöru |
2 | Viðskiptaverð sams konar vöru |
3 | Viðskiptaverð svipaðrar vöru |
4 | Söluverð sams konar eða svipaðrar vöru hér á landi |
5 | Reiknað verð |
6 | Matsverð |
7 | Án tollverðmætis vegna tollfrelsis |
Almenna reglan (1.-töluliður), er viðskiptaverð vöru, þ.e. það verð sem greitt er eða greiða ber fyrir vöruna, 14. grein tollalaga númer 88/2005. Liggi það ekki fyrir ber innflytjanda í samráði við Tollstjóra að ákvarða viðskiptaverðið samkvæmt fyrirfram ákveðnum verðákvörðunarreglum eftir sömu röð og sýnd er hér að ofan. Í þeim tilvikum skal viðkomandi útfylla sérstaka verðákvörðunarskýrslu (eyðublað E-13) og gera þar grein fyrir hvernig viðskiptaverðið er fundið. Sama skal gert ef reikningur liggur ekki fyrir eða tollstjóri telur ástæðu til. Geta skal þessa í reit 16.
Gerð svæðis: (n1))
SAD (43)
REITUR 6 INNFLYTJANDI (ef umboðsaðili er skráður í reit 10)
Færið hér inn nafn innflytjanda ef umboðsaðili sér um og kemur fram fyrir hönd innflytjanda gagnvart Tollstjóra vegna tollafgreiðslu á vöru.
Ef innflytjandi sér sjálfur um skýrslugerðina skal þessi reitur ekki fylltur út en viðeigandi upplýsingar færðar í reit 10.
SAD SAD (8)
REITUR 7 KENNITALA
Ávallt skal færa hér inn kennitölu þá sem Hagstofa Íslands hefur gefið innflytjanda, sbr. reit 10, einnig þegar umboðsaðili sér um tollskýrslugerðina, þ.e. miðlari eða rekstraraðili frísvæðis eða tollvörugeymslu.
Gerð svæðis: (a10)
SAD (8)
REITUR 8 VIÐSKIPTALAND
Færið hér inn lykil hlutaðeigandi viðskiptalands í samræmi við yfirlit um lykla sem nota ber við tollskýrslugerð, sbr. Tollskrárlykla.
Gerð svæðis: (a2)
SAD (11)
REITUR 9 SENDINGARNÚMER
Sendingarnúmer farmflytjanda
Um er að ræða sendingarnúmer sem farmflytjandi gefur sendingu og fram kemur á flutningsgjaldsreikningi eða tilkynningu farmflytjanda, sbr. auglýsingu nr. 662/1997 um skráningu farmflytjenda á innfluttum og útfluttum vörum og skil á farmskrám. Sendingarnúmerið er 19 stafa tala sem greinist í átta þætti sem hér segir:
A-BBB-CCCC-D-EE-FFF-GGGG-H
A | Farmflytjandi. Hvert skipafélag eða flugfélag hefur ákveðið tákn. Smærri farmflytjendur (t.d. fiskiskip) eru nokkrir saman um tákn. |
BBB | Flutningsfar. Skammstöfun fyrir flutningsfar. |
CCCC | Komudagur. Fyrstu tveir bókstafirnir standa fyrir viðkomandi dag í mánuði en tveir síðustu fyrir mánuðinn. |
D | Ár. Síðasti stafur ártals. |
EE | Hleðsluland. Skammstöfun samkvæmt LOCODE (staðli Sameinuðu þjóðanna), sbr. Tollskrárlykla. |
FFF | Hleðslustaður. Skammstöfun samkvæmt LOCODE staðli. |
GGGG | Númer sendingar (farmskrárnúmer vegna skipsfarms en innfærslunúmer í innfærslubók flugfélaga). Töluröð innan hleðslustaðar fyrir hverja ferð. |
H | Vartala til prófunar, færist ekki inn á skýrslu. |
Sendingarnúmer póstsendinga
Sendingarnúmer póstsendinga er eins og almenna sendingarnúmerið 19 stafa tala sem greinist í sjö þætti sem hér segir:
A-BBB-CCCC-D-EE-FFF-GGGG-H
A | Póstþjónustan. Sendingarnúmer vegna póstsendingar byrjar ávallt á bókstafnum P. |
BBB | Flutningsfar. Hér skal rita þriggja stafa kóða, sem er einkenni pósthúss og venjulegast er póstnúmer tollafgreiðslupósthúss. |
CCCC | Komudagur. Hér skal skrá komudag/-mánuð póstsendingarinnar samkvæmt upplýsingum viðkomandi pósthúss. Fyrstu tveir bókstafirnir standa fyrir viðkomandi dag í mánuði en tveir síðustu fyrir mánuðinn. |
D | Ár. Hér skal skrá komuár póstsendingar, þ.e. síðasta tölustaf í ártali. Nota skal komuár þess viðtökunúmers, sem notað er í sendingarnúmeri á aðflutningsskýrslu. |
EE | Land. Hér skal ávallt skrá IS, tákn fyrir Ísland, þegar um póstsendingu er að ræða. |
FFF GGGG | Staður og farmskrárnúmer. Hér skal vera B, R eða E fremst í þessu sjö stafa svæði. B merkir að um böggul er að ræða og R merkir bréf. E merkir að um hraðsendingu sé að ræða t.d. á vegum Íslandspósts hf (EMS hraðsendingarþjónusta). |
| Á eftir B, R eða E skal vera komunúmer böggulsins eða bréfsins alls sex stafir. Á undan komunúmeri skal vera 0 (núll) ef það er minna en 6 stafir. Ef aðflutningsskýrslan nær yfir fleiri en einn böggul eða bréf skal valið komunúmer þess bögguls eða bréfs sem fyrst kom á pósthúsið, þ.e. lægsta komunúmerið. Sendingarnúmer kemur fram á tilkynningu frá pósthúsi um böggla- eða bréfasendingu vegna hvers bögguls eða bréfs. Velja skal eitt sendingarnúmer af mörgum til að nota á aðflutningsskýrslu ef fleiri en einn böggull eða bréf eiga að fara saman á aðflutningsskýrslu og skal þá nota það sendingarnúmer á aðflutningsskýrsluna sem sýnir lægsta komunúmer.Ekki má blanda saman bögglapósti og bréfapósti á sömu aðflutningsskýrslu. |
H | Vartala til prófunar, færist ekki inn á skýrslu. |
Dæmi um sendingarnúmer í pósti:
P | 102 | 28 | 04 | 4 | IS | B12 | 3456 |
A | BBB | CC | CC | D | EE | FFF | GGGG |
Gerð svæðis:
Sendingarnúmer (a18)
SAD (18)
REITUR 10 INNFLYTJANDI EÐA UMBOÐSMAÐUR
Ef innflytjandi sér um skýrslugerðina skal hann færa hér inn fullt nafn, símanúmer, heimilisfang og póstnúmer. Jafnframt skal hann einnig tilgreina virðisaukaskattsnúmer.
Sjái umboðsaðili, þ.e. miðlari eða rekstraraðili frísvæðis eða tollvörugeymslu, hins vegar um skýrslugerðina og komi fram fyrir hönd innflytjanda skal umboðsaðili færa hér inn fullt nafn sitt, kennitölu, heimilisfang, póstnúmer og símanúmer ásamt virðisaukaskattsnúmeri.
Tilgreina skal virðisaukaskattsnúmer þess aðila, miðlara eða innflytjanda, sem aðflutningsgjöld verða gjaldfærð á. Ef sett er fram gjaldfærslubeiðni skal upplýsa virðisaukaskattsnúmer innflytjanda, en annars virðisaukaskattsnúmer miðlara.
Gerð svæðis:
Kennitala (a10) og virðisaukaskattsnúmer (a5)
SAD (14)
REITUR 11 FARMSKRÁRNÚMER/VIÐTÖKUNÚMER
Færið inn í fremri hluta reitsins farmskrárnúmer sem farmflytjandi hefur gefið viðkomandi sendingu á farmbréfi eða flugfylgibréfi.
Ef um póstsendingu er að ræða skal skrá 7 öftustu stafina í komunúmeri á aðflutningsskýrslu sem kemur fram í komutilkynningu pósthúss. Í dæmi um póstsendingarnúmer sem sýnt er í skýringu við reit 9 yrði skráð B123456.
Í aftari hluta reitsins skal færa stykkjatölu, þ.e. fjölda gáma, vörubretta, kassa eða annarra ytri umbúða, þegar um umflutning (transit) er að ræða.
Gerð svæðis:
Skipaflutningar (a4), flugfrakt (a11) og póstsendingar (a7)
SAD (21)
Vinsamlega athugið að ef um póstsendingar er að ræða verður að skrá 13 stafa viðtökunúmer inn á skýrsluna. Ef númerið rúmast ekki í reit 11 eða ef um mörg viðtökunúmer er að ræða í sömu sendingu má skrá þau neðst í dálk 29 á skýrslunni. Skráið til skýringar textann „Viðtökunúmer:“ í fyrsta reitinn sem fylltur er út og lista yfir númerin þar fyrir neðan.
REITUR 12 ÞYNGD BRÚTTÓ (KG)
Færið inn í heilum kílógrömmum brúttóþyngd varanna. Brúttóþyngd í þessu sambandi er heildarþyngd varanna með öllum umbúðum sínum að frátöldum gámum og öðrum flutningsbúnaði.
Gerð svæðis: (n..9)
REITUR 13 VÖRUGEYMSLA
Hér skal tilgreina nákvæmlega hvar varan er geymd til þess að ganga megi að henni og skoða vegna tolleftirlits.
Ef um póstsendingu er að ræða skal skrá hér P og svo lykil fars í komunúmeri, sem um leið táknar tollafgreiðslupósthús. Í dæmi um póstsendingarnúmer, sem sýnt er í skýringu við reit 9, yrði skráð í vörugeymslu: P102.
Gerð svæðis: (a..10)
SAD (30)
REITUR 14 SKÍRTEINI, LEYFI OG VOTTORÐ (teg. og nr.)
Tilvísun vegna skírteina, leyfa, vottorða eða banns
Í reit 14 í aðflutningsskýrslu skal innflytjandi gefa til kynna að leyfi, vottorð og undanþáguheimildir vegna innflutningstakmarkana eða niðurfellingar aðflutningsgjalda liggi fyrir frá viðkomandi yfirvöldum við tollafgreiðslu vörusendingar, sbr. leyfis- og bannlykla á tollskrárnúmeri sem fletta má upp í VEF-tollskrá. Í ýmsum tilvikum nær vörusvið tollskrárnúmers jafnt yfir vörur sem um gilda innflutningstakmarkanir og ekki. Þegar svo stendur á ber innflytjanda með sama hætti að gefa til kynna með sérstakri tilvísun ásamt lykli að vara falli ekki undir slíkar innflutningstakmarkanir. Mikilvæg ábending: Þó gilda sérstakar reglur um notkun MST leyfislykilsins(Leyfi Matvælastofnunar), sbr. lið 3 hér neðar. Sé skýrsla gerð í umboði innflytjanda skal einnig tilgreina umboð sem fylgja á á sérstöku eyðublaði - E-23.
Tilvitnun sem færa ber í reit 14 saman stendur af þriggja stafa lykli og allt að sjö stafa tilvísun með lykli. Lykillinn segir til um hvers konar leyfi, vottorð, einkasöluleyfi eða bann er að ræða eða gefur til kynna beiðni um niðurfellingu aðflutningsgjalda. Tilvísunin segir til um sjálft leyfi innflytjandans eða undanþáguheimild hans. Tilvísun með lykli skal vera útfærð á eftirfarandi hátt:
- Ef leyfi, vottorð, leyfi vegna einkasöluvara eða undanþáguheimild frá banni hefur einkvæmt númer frá viðkomandi stjórnvaldi skal skrá það í svæðið á eftir viðkomandi lykli. Ef númerið er lengra en sjö stafir skal skrá sjö öftustu stafi númersins.
Vegna fríverslunarmeðferðar á EES-vörum samkvæmt EES samningnum eða öðrum samningum þar sem kveðið er á um sönnun uppruna með EUR. 1 flutningsskírteini eða sérstakri upprunayfirlýsingu á vörureikningi vegna tollfríðinda við innflutning ber að útfæra tilvísunina á eftirfarandi hátt:
- Ef EUR. 1 flutningsskírteini hefur verið gefið út skal númer þess ritað í svæðið á eftir lyklinum, þ.e. sjö öftustu stafir númersins sé það lengra en sjö stafir. Dæmi: EUR 1234567
- Ef EUR yfirlýsing er á vörureikningi skal rita orðið YFIRLÝS í svæðið á eftir lyklinum, þ.e.: EUR YFIRLÝS
- Tilvitnun í reit 14 skal vísa í einkvæmt útgáfunúmer leyfis viðkomandi eftirlitsstofnunar. Ef tilvísunin getur ekki orðið með þeim hætti skal þess í stað skrá dagsetningu leyfis, vottorðs, undanþáguheimildar eða umboðs, þ.e. þá dagsetningu þegar stjórnvald veitti viðkomandi heimild eða gaf út vottorð eða leyfi eða umboð var veitt. Dagsetning skal vera á forminu Dddmmáá; bókstafurinn D og síðan dagsetning. Dæmi: Ónúmerað leyfi til innflutnings á fjarskiptatækjum, lykill LPS, sem dagsett er 16. febrúar 2012 ber að vitna til á eftirfarandi hátt: LPS D160812. Þegar fyrir liggur umboð dagsett 10. febrúar 2012 ber að vitna til þess á eftirfarandi hátt: UMB D160812.
- Ef lykill banns, leyfis, einkasöluvöru eða vottorðs á tollskrárnúmeri í lyklaskránni á ekki við tiltekna vöru, sem innflytjandi er að flytja inn og flokkast í það tollskrárnúmer, skal gefa það til kynna í aðflutningsskýrslu í reit 14 með því að rita UNDANÞE í svæði tilvísunar á eftir lyklinum og lýsa þannig yfir að hin tiltekna vara falli utan við vöru- eða gildissvið lykilsins. Þann 1. mars 2012 tók nýr lykill gildi með kennimarkið MST. Í kjölfarið runnu 25 leyfiskóðar sem heyra undir eftirlitsskyldu Matvælastofnunar (MAST) í einn lykil. Með breytingunni fellst að MAST eftirleiðis skera úr um hvort innflutningur sem heyrir undir þeirra eftirlitsskyldu sé leyfisskyldur. Frá 1. mars 2012 skulu allar sendingar bera leyfisnúmer í reit 14 sem falla undir tollskrárnúmer lykilsins MST. Eftir framangreinda breytingu verður ekki heimilt að nota skírskotunina „UNDANÞE" með leyfislykli MST vegna innflutnings á vörum undir eftirlitsskyldu MAST.
Sérstakar reglur gilda um tilvísun í skráningarnúmer vinnuvéla og farandvinnuvéla frá Vinnueftirliti ríkisins, sbr. um LFV-lykilinn. Í þessu tilviki skal skrá úthlutað skráningarnúmer í svæði tilvísunar á eftir lyklinum.
Tilvísun vegna beiðni um undanþágu frá greiðslu aðflutningsgjalda
Þegar innflytjandi á rétt á að vara sé undanþegin aðflutningsgjöldum að nokkru eða öllu leyti samkvæmt sérstökum heimildum í lögum, reglugerðum eða öðrum birtum heimildum, þ.e. í Stjórnartíðindum, ber honum að gefa það til kynna í reit 14 í aðflutningsskýrslu með því að tilgreina sérstaka tilvitnun sem saman stendur af þriggja stafa lykli, UND, og sérstakri undanþágutilvísun í viðkomandi heimild til undanþágu.
Með þessum hætti er innflytjandi að lýsa því yfir að hann óski eftir undanþágu tiltekinna aðflutningsgjalda af vörunni samkvæmt þeim heimildum sem undanþágutilvísun vísar til. Jafnframt er innflytjandi að lýsa því yfir að hann skuldbindi sig til að hlíta öllum þeim fyrirmælum, skilyrðum og takmörkunum, sem í nefndum heimildum er að finna fyrir undanþágu gjaldanna og ráðstöfun vörunnar.
Dæmi um hvernig rita skal slíka tilvitnun vegna undanþágu á fjárlögum vegna fallbyssuskota sem Landhelgisgæslan fær að gjöf frá Noregi er: UND F2604. Skrá yfir undanþágutilvísanir er að finna í Tollahandbók II - Tollskrárlyklar.
Hafi innflytjanda verið veitt undanþága frá greiðslu aðflutningsgjalda með bréfi og undanþágutilvísanir, sem tilgreindar eru í lyklaskránni eiga ekki við, ber innflytjanda að rita í reit 14 í aðflutningsskýrslu þá dagsetningu þegar stjórnvald veitti viðkomandi undanþágu. Dagsetning skal vera á forminu Xddmmáá þar sem fyrsti bókstafur í heiti viðkomandi stjórnvalds kemur í stað X, t.d. R þegar ríkistollstjóri veitir heimildina, F sé það fjármála- og efnahagsráðuneytið eða L ef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið á í hlut. Dæmi: Hafi ríkistollstjóri 1. september 1994 veitt fyrirtæki í samkeppnisiðnaði undanþágu frá greiðslu gjalda af hráefnum eða efnivörum til framleiðslu samkvæmt auglýsingu nr. 617/1989 er lykillinn: UND R010994.
Um SMT-tollafgreiðslu gilda þær reglur að ekki er heimilt að SMT-tollafgreiða vörusendingu þar sem krafist er undanþágu gjalda nema skrifleg heimild hafi fengist til þess hjá Tollstjóra. Með slíkri heimild er innflytjanda úthlutað sérstakri undanþágutilvísun sem nota ber í þessum tilvikum. Nánari upplýsingar um SMT-tollafgreiðslu vara sem undanþegnar skulu gjöldum fást hjá tollasviði Tollstjóra.
Tilvísun vegna innflutnings á raftækjum - LRT leyfislykill
Þann 1. september 2013 tóku gildi nýjar reglur varðandi innflutning á raftækjum. Breytingarnar byggja á reglugerð um raf- og rafeindatækjaúrgang nr. 1104/2008 og síðari breytingum. Samkvæmt reglugerð eru skilyrði bundin við tiltekin tollskrárnúmer, sem talin eru upp í viðauka. Innflytjendur skulu vísa til leyfislykilsins LRT og leyfisnúmers Umhverfisstofnunar í reit 14 á aðflutningsskýrslu. Lista yfir leyfisnúmer Umhverfisstofnunar má nálgast á heimasíðu stofnunarinnar. Frá framangreindri reglu eru tvær undantekningar: a) Varan er sannanlega ekki raf- eða rafeindatæki; þá er vísað til LRT og EKKIRAF í reit 14; b) Innflutningur einstaklinga vegna einkanota; þá er vísað til LRT og EINKNT í reit 14.
Gerð svæðis:
Lykill (a3)
Tilvísun með lykli (a..7)
SAD (44)
EUR vottorð og yfirlýsingar
REITUR 15 FAST SKRÁNINGARNÚMER
Færið hér inn fast númer skráningarskyldra ökutækja sem Skráningarstofan ehf. gefur hverju nýju skráningarskyldu ökutæki. Erlent skráningarnúmer ökutækis sem skráð er erlendis skal ekki skrá hér heldur aftast í reit 16 undir önnur fylgiskjöl. Aðeins eitt skráningarskylt ökutæki má vera á aðflutningsskýrslu (sé um að ræða fleiri ökutæki í sendingu þarf að fá uppskiptingu á sendingunni hjá farmflytjanda).
Gerð svæðis: (a5)
SAD (44)
REITUR 16 TALA FYLGISKJALA
Færið hér inn, eftir því sem við á upplýsingar um fjölda skjala.
Ef um póstsendingu er að ræða skal skrá hér fjölda tilkynninga/fylgibréfa yfir böggla eða bréf frá útlöndum sem aðflutningsskýrsla nær yfir. Um leið gefur sú tala til kynna fjölda böggla eða bréfa og fjölda komunúmera sem tilheyra aðflutningsskýrslunni. Að öðru leyti er þessi reitur útfylltur með venjulegum hætti.
Gerð svæðis:
Fylgibréf (n..2), vörureikningar (n..2)
flutningsgjaldsreikningur (n..2)
pakklisti (n..2), önnur fylgiskjöl (a..30)
SAD (44)
REITUR 17 MYNT
Tilgreinið í þessum reit tegund myntar þeirra reikninga sem taka til sendingarinnar. Tegund myntar skal gefin upp sem þriggja bókstafa skammstöfun, sbr. Tollskrárlykla. Sé fleiri en einn reikningur fyrir eina sendingu með mismunandi mynt skal innflytjandi velja mynt hæsta reiknings fyrir vörusendinguna í heild og færa í reit 17. Í þessu tilviki þarf að umreikna upphæðir þeirra reikninga, sem eru í annarri mynt, yfir í þá mynt sem notuð er í aðflutningsskýrslu og þá samkvæmt gildandi tollafgreiðslugengi.
Gerð svæðis: (a3)
SAD (22)
REITUR 18 GENGI - VAL
Færið hér inn tollafgreiðslugengi þeirrar myntar sem tilgreind hefur verið í reit 17. Sjá reglur um skráningu tollafgreiðslugengis.
Ávallt er miðað við það tollgengi sem er í gildi þegar heimild til afhendingar vöru er veitt og aðflutningsgjöld ákveðin af tollyfirvöldum.
SAD (23)
REITUR 19 AFHENDINGARSKILMÁLAR
Færið inn í fremri hluta reitsins lykil fyrir viðkomandi afhendingarskilmála.
Í aftari hluta skal ávallt tilgreina til hvaða staðar skilmálarnir gilda.
Gera skal grein fyrir þeim skilmálum sem kunna að hafa verið ákveðnir af sendanda eða um samið vegna afhendingar á vöru við innflutning. Hér að neðan eru tilgreindir þeir lyklar sem nota skal til að gefa afhendingarskilmála til kynna og miðaðir eru við staðal Alþjóða verslunarráðsins frá 1. júlí 1990.
| Lykill | |
Greiðsla flutnings miðast við brottfararstað | EXW | Vara afhent frá verksmiðju |
Meginflutningskostnaður ógreiddur | FCA | Frítt til farmflytjanda |
| FAS | Vara afhent frítt að skipshlið |
| FOB | Vara afhent frítt um borð |
Meginflutningskostnaður greiddur | CFR | Kostnaður og flutningsgjald greitt |
| CIF | Kostnaður, vátrygging og flutningsgjald greitt |
| CPT | Flutningur greiddur |
| CIP | Flutningur og vátrygging greidd |
Flutningskostnaður miðaður við afhendingu á komustað | DAF | Vara afhent við landamæri |
| DES | Vara afhent úr skipi |
| DEQ | Vara afhent af hafnarbakka |
| DDU | Vara afhent án greiðslu aðflutningsgjalda |
| DDP | Vara afhent og aðflutningsgjöld greidd |
Auk nefndra lykla Alþjóða verslunarráðsins skal nota í neðangreindum tilvikum eftirfarandi lykla (ákveðnir af embætti tollstjóra):
Lykill | |
CIN | Kostnaður og vátrygging greidd |
DCP | Vara afhent og flutningskostnaður greiddur |
DIP | Tollfrjáls innflutningur sendiráða |
END | Vörur sem eru endurinnfluttar |
EVA | Eigin vara innflytjanda |
FOC | Vara send án kröfu um greiðslu |
GJF | Vara send að gjöf |
Dæmi um útfyllingu
1. Þegar viðtakandi á að greiða allan kostnað sem leggst á vöru frá því að hún er afhent frá verksmiðju skal tilgreina í fremri hluta reitsins lykilinn EXW (ex works) en í síðari hlutanum afhendingarstaðinn.
2. Greiði sendandi allan flutningskostnað og tryggingu til ákvörðunarstaðarins skal færa inn CIF í fremri hlutann en ákvörðunarstaðinn í þann aftari.
3. Greiði sendandi flutningskostnað þar til vörurnar eru komnar um borð í skip skal færa inn í fremri hluta reitsins FOB en í hlutann þar fyrir aftan staðinn þar sem vörunum er skipað um borð.
Gerð svæðis:
Lykill afhendingarskilmála (a3)
Viðmiðunarstaður (a..15)
SAD (20)
REITUR 20 HEILDARFJÁRHÆÐ REIKNINGS
Færið hér inn í erlendri mynt heildarfjárhæð reiknings eða reikninga frá seljanda sem taka til sendingarinnar. Samanstandi reikningar af mismunandi mynt, þá skal velja eina mynt, þ.e. þá sömu og í reit 17.
Gerð svæðis: (n..11,2)
SAD (22)
REITUR 21 TOLLVERÐSGENGI - VAL
Færið hér inn tollverðsgengi með minnst fjórum aukastöfum, en það er upphæð í reit 27 deilt með upphæð í reit 22.
REITUR 22 FOB-VERÐ Í ERLENDRI MYNT
Í þennan reit skal skrá heildarverð sendingarinnar FOB í erlendri mynt. Með FOB-verði er átt við verð eða verðmæti vörunnar kominnar um borð í flutningsfar sem flytur hana til Íslands. Ef sending er keypt CIF íslensk höfn skal flutningsgjald og vátryggingariðgjald og annar kostnaður erlendis dreginn frá áður en upphæðin færist í FOB-reitinn.
Sé vara metin til tolls skal færa matsverðið hér inn í erlendri mynt eða íslenskum krónum.
Gerð svæðis: (n..11,2)
SAD (46)
REITUR 23 FOB-VERÐ Í ÍSLENSKUM KRÓNUM - VAL
Færið hér inn margfeldið af skráðu gengi í reit 18 og FOB-verðs í erlendri mynt sem tilgreint er í reit 22.
REITUR 24 FLUTNINGSGJALD
Færa skal flutningsgjald eða burðargjald (póstflutningur) í þennan reit. Innflytjandi skal ávallt setja í fremri hluta reitsins lykil viðkomandi myntar og erlendu fjárhæðina í aftari hluta reitsins.
Meginreglan er sú að sé flutningskostnaður eða annar kostnaður greiddur í erlendri mynt af innflytjanda þá skal færa hann í erlendri mynt á aðflutningsskýrslu.
Heimilt er að færa tvær upphæðir ásamt tilheyrandi mynt í reit 24 og 25 á aðflutningsskýrslu; aðra fyrir neðan hina í hvorn reit. Þetta getur t.d. átt við ef tveir reikningar ná yfir flutningskostnað og upphæðir þeirra eru hvor í sinn mynt.
Gerð svæðis:
Mynt (a3) og fjárhæð (n..11,2)
SAD (28)
REITUR 25 ANNAR KOSTNAÐUR
Hér skal tilgreina með sama hætti og í reit 24 allan annan kostnað en flutningskostnað og vátryggingu sem leggst við FOB-verð vegna flutnings vörunnar til landsins, t.d. eftirkröfu.
Gerð svæðis:
Mynt (a3) og fjárhæð (n..11,2)
SAD (28)
REITUR 26 VÁTRYGGING
Færið hér inn með sama hætti og í reit 24 vátryggingarkostnað sem greiddur hefur verið vegna flutnings vörunnar til landsins. Annað hvort skal rita í reitinn mynt og upphæð vátryggingar eða gefa upp prósentu, ekki hvoru tveggja.
Liggi vátryggingarkostnaður ekki fyrir og ekki er sýnt fram á annað skal hann reiknaður sem hlutfall af FOB-verði að viðbættum flutningskostnaði og öðrum kostnaði, 2% af gleri, 1,5% af bifreiðum og 1% af öllum öðrum innflutningi. Það nægir að skrá prósentutöluna í fremri hluta reitsins, t.d. 1%.
Gerð svæðis:
Mynt (a3) og fjárhæð (n..11,2)
eða ef vátrygging er gefin upp sem prósentuhlutfall þá (n..3,2)
SAD (28)
REITUR 27 TOLLVERÐ - VAL
Tollverð er samtala fjárhæða í reitum 23 til 26. Almennt er tollverð CIF-verð vöru hingað komin, þ.e. reikningsverð að viðbættum flutningskostnaði og vátryggingu.
Tollverð vara sem sendar eru til útlanda til viðgerðar er viðgerðarkostnaður að viðbættum flutningskostnaði til landsins.
Tollverð vöru sem send er til útlanda til aðvinnslu og breytist svo að úr verður ný vara skal ákveðið með sama hætti og tollverð erlendrar aðfluttrar vöru samkvæmt reglum um ákvörðun tollverðs.
DÁLKUR 28 TOLLSKRÁRNÚMER
Færið hér tollskrárnúmerið, ÁTTA TÖLUSTAFA númer, sem varan flokkast undir samkvæmt íslensku tollskránni, sbr. viðauka I við tollalög númer 88/2005 með síðari breytingum. Tollskráin er gefin út af Tollstjóra í Tollahandbók II.
Tollskrárnúmerið skal ritað með punkti á milli fjórða og fimmta tölustafs.
Við útfyllingu tollskýrslu gildir sú almenna regla að innflytjandi á að draga saman verðmæti vöru í vörureikningi eða vörureikningum, sem tilheyra einni tollskýrslu og flokkast undir sama tollskrárnúmer, í eina línu í tollskýrslu hvort sem um er að ræða tollskýrslu á pappír eða SMT-tollskýrslu. Regla þessi á þó aðeins við ef þær upplýsingar sem krafist er um vörur í vörusendingu, sem flokkast undir sama tollskrárnúmerið, eru í öllum atriðum þær sömu, t.d. aðflutningsgjöld og upprunaland. Ekki má því sameina vörur, sem flokkast undir sama tollskrárnúmer, í eina línu í tollskýrslu, ef aðflutningsgjöld, sem leggja á og innheimta af vörunum, eru ekki þau sömu eða upprunaland þeirra ekki hið sama.
Gerð svæðis: (a8)
SAD (33)
DÁLKUR 29 VÖRUTEGUND
Færið hér inn vörulýsingu við hvert tollskrárnúmer. Með vörulýsingu er átt við almenna lýsingu sem svo skýrt er fram sett að vöruna megi þekkja og flokka.
Gerð svæðis: (a..30)
SAD (31)
DÁLKUR 30 EININGARTALA OG DÁLKUR 31 NETTÓVIGT
Þessir dálkar eru notaðir til að tilgreina magn vöru, nefnt magntölur vöru, í ýmsum mælieiningum svo sem einingartölu (stykkjatölu) og nettóvigt auk annarra magntalna.
Í dálk 30 er skráð eftir atvikum: Stykkjatala, rúmmetratala, paratala, magntölulykill umbúða, magntölulykill sykurs- og sætuefna og styrkleikaprósenta áfengis og öls. Í dálk 31 er skráð nettóvigt og eftir atvikum magntala (þyngd) umbúða, sykurs- og sætuefna og lítratala. Krafa um útfyllingu magntalna er breytileg eftir tollskrárnúmerum nema ávallt ber að tilgreina nettóvigt vöru. Nauðsynlegt er t.d. að tilgreina stykkjatölu flaskna vegna innheimtu skilagjalds og upplýsingaöflunar fyrir Hagstofu Íslands.
Meginreglan er að ávallt skal skrá raunverulegar magntölur í tollskýrslu en ekki áætlaðar. Þegar magntala er gjaldstofn aðflutningsgjalds, sem lagt er á vöru í tollskýrslu, er óheimilt að áætla upplýsingar um þessi atriði í dálk 30 og 31. Þó er heimilt að áætla og reikna út þyngd umbúða vegna álagningar úrvinnslugjalds skv. sérstökum reglum skv. lögum um úrvinnslugjald. Nettóvigt má áætla ef ekki liggja fyrir réttari upplýsingar hjá innflytjanda og nettóvigtin myndar ekki gjaldstofn aðflutningsgjalds á vörunni. Nettóvigt má áætla á vörulínu tollskrárnúmers í skýrslu, þó þyngd umbúða vegna úrvinnslugjalds af umbúðum sé áætluð sem hlutfall af nettóvigt vörunnar, ef ekki eru önnur aðflutningsgjöld á vörunni þar sem nettóvigt er gjaldstofn.
Þegar skylt er að gefa upp þyngd umbúða, þyngd sykur- og sætuefna í aðflutningsskýrslu, lítratölu vöru og styrkleikaprósentu vegna áfengis þá er útfylling reits 30 og 31 með sérstökum hætti eins og eftirfarandi segir til um:
Útfylling þyngd umbúða, þyngd sykurs- og sætuefna, styrkleikaprósentu áfengis og lítratölu
Dálkar 30 og 31 eru einnig notaðir þegar skylt er að gefa upp þyngd umbúða í tollskýrslu, þyngd sykurs og sætuefna, styrkleikaprósentu vegna áfengis og lítratölu vöru. Þessar magntölur skulu þá skráðar í dálka 30 og 31 eins og myndin hér aftar sýnir. Magntölur ber að skrá í þeirri röð í vörulínu tollskrárnúmers sem myndin sýnir.
Dæmi um útfyllingu línu tollskrárnúmers í þessum tilvikum í tollskýrslu er hér að neðan, sbr. eyðublað E-1. Hvert tollskrárnúmer getur tekið allt að sex línur í tollskýrslunni.
Línur í aðflutningsskýrslu - eyðublaði. E-1
28 Tollskrárnúmer | 29 Vörutegund | 30 Einingar-tala | 31 Nettóþyngd | 32 Fob-verð | 33 Tegund Gjalda | 34 Upprunaland | |
---|---|---|---|---|---|---|---|
0201.2001 | Nautahryggir | | 2 240 | 1.450,00 | A | | NO |
| Pappírsumbúðir | 3 PPX | 0 | | | | |
| Plastumbúðir | 3 PL1 | 5,45 | | | | |
0603.1005 | Blóm orchids | 1 215 | 2 138 | 1.139,50 | A | | NL |
| Pappírsumbúðir | 3 PP2 | 10,25 | | | | |
| Plastumbúðir | 3 PL1 | 2,35 | | | | |
2208.2023 | Koníak | 1 25 | 2 23 | 975,00 | A | | FR |
| Pappírsumbúðir | 3 PP1 | 10,33 | | | | |
| Plastumbúðir | 3 PL2 | 2,25 | | | | |
| Styrkur áfengis % | 5 45,45 | 6 18,75 | Lítrar | | | |
8426.2000 | Turnkranar | 1 1 | 4700 | 9.175,00 | A | | DE |
| Pappírsumbúðir | 3 PPX | 0 | | | | |
| Plastumbúðir | 3 PLX | 0 | | | | |
| | | 6 37,55 | Lítrar | | | |
8708.9301 | Tengsli í bifr. | | 2 100 | 100,00 | E | | DE |
| Pappírsumbúðir | 3 PP1 | 4,55 | | | | |
| Plastumbúðir | 3 PL1 | 1,33 | | | | |
2202.1012 | Gosdrykkir í áldós | 1 360 | 2 110 | | E | | DK |
| | 3 PP2 | 0,00 | | | | |
| | 3 PL2 | 0,00 | | | | |
| | 4 SYK | 10,45 | | | | |
| | 4 SÆT | 0,00 | | | | |
| | | 6 118,80 | Lítrar | | | |
Skýringar:
- Einingartala (stykkjatala) vöru . Er í sumum tilfellum gjaldstofn gjalda, t.d. skilagjalds á einnota umbúðir fyrir drykkjarvörur, og er upplýsingar fyrir Hagstofu Íslands.
- Nettóvigt í heilum kg. Getur verið gjaldstofn gjalda og er upplýsingar fyrir Hagstofu Íslands. Nettóvigt er almennt þyngd vöru í söluumbúðum til neytenda. Nettóþyngd, sem er brúttóþyngd að fráteknum ytri umbúðum, skal ávallt tilgreina og í heilum kílógrömmum fyrir hvert einstakt tollskrárnúmer í vörusendingunni. Nái þyngd ekki hálfu kílógrammi skal rita 0. Skal hér fara eftir vörureikningi eða öðrum gögnum sem fylgja vörusendingu. Þyngd bifreiða skal tilgreind hér eins og hún er skýrgreind samkvæmt staðli Alþjóðlegu stöðlunarstofnunarinnar ISO, nr. 1176 (Road vehicles – weights – Vocabulary (töluliður 4.6)), og er þá miðað við ökutæki tilbúið til aksturs m.a. með olíu, kælimiðli, eldsneyti, rafgeymi, aukahjólbarða og verkfærasetti.
- Þyngd umbúða í kg með 2 aukastöfum. Hvort sem umbúðir eru utan um vöru eða eru fluttar inn einar og sér. Gjaldstofn úrvinnslugjalds á pappa/pappírs- og plastumbúðir. Í hverri vörulínu verður að gefa upp 2 gjaldstofnskóda; 1 fyrir pappa/pappírsumbúðir og 1 fyrir plastumbúðir. Nánar tiltekið verður fyrir hvora umbúðagerð að gefa upp:
- Pappa/pappírsumbúðir: PP1 ef raunþyngd, staðfest þyngd. PP2 ef áætluð þyngd skv. reiknireglu. PPX ef þyngd er 0 kg (< 0,01 kg), skv. yfirlýsingu þess sem fyllir út aðflutningsskýrslu.
- Plastumbúðir: PL1 ef raunþyngd, staðfest þyngd. PL2 ef áætluð þyngd skv. reiknireglu. PLX ef þyngd er 0 kg (< 0,01 kg) skv. yfirlýsingu þess sem fyllir út aðflutningsskýrslu.
Þegar þyngd umbúða er áætluð skal nota hlutfallstöflu til að reikna út þyngd umbúða sem hlutfall (%) af nettóvigt vörunnar í vörulínu tollskrárnúmers í skýrslunni.
Skýringar á notkun hlutfallstöflunnar eru hér.
- Þegar innflytjanda vöru, sem ber XA eða XB vörugjald, er heimilt að óska eftir að X1 vörugjald á viðbættan sykur og/eða X2 vörugjald á viðbætt sætuefni í vöru skuli álagt við tollafgreiðslu í stað XA eða XB vörugjalds, skal fylla út magntölur eins og sýnt er. Þannig setur innflytjandi fram beiðni í aðflutningsskýrslu um að Tollstjóri leggi á X1 og/eða X2 vörugjald í stað XA eða XB vörugjalds. Magntölulykill sykurs er SYK og magn skal rita í kg með tveimur aukastöfum. Magntölulykill sætuefna er SÆT og magn skal rita í grömmum með tveimur aukastöfum. Þessa magntölulykla skal ávallt rita fyrir neðan magntölulykla umbúða, sbr. skýring 3 hér ofar. Nánari upplýsingar um þessi vörugjöld er að finna hér.
- Styrkleikaprósenta áfengis með 2 aukastöfum í tollskrárnúmerinu. Hluti af gjaldstofni áfengisgjalds.
- Magn vöru í lítrum talið með 2 aukastöfum er. Gjaldstofn gjalda í sumum tilfellum og er upplýsingar fyrir Hagstofu Íslands. Í dæminu hér að ofan er frávik frá notkun lítrasvæðis; þar er rituð nettóþyngd rafgeyma (nett-nettvigt) í turnkrananum í tollskrárnúmeri 8426.0000.
Dálkur 30 Einingartala
Gerð svæðis:
Einingartala, rúmmetratala og paratala (n..7)
Magntölulykill umbúða og sykur- og sætuefna (a3)
Vegna styrkleika áfengis (n..3,2)
SAD (41)
Dálkur 31 Nettóvigt
Gerð svæðis:
Nettóvigt (n..9)
Þyngd umbúða og sykur- og sætuefna (n..9,2)
Lítratala (n..9,2)
SAD (38)
Aftur upp
DÁLKUR 32 FOB-VERÐ Í ERLENDRI MYNT
Heildarverð FOB í erlendri mynt, sem tilgreint er í reit 22, skal sundurliða í þessum reit á hvert einstakt tollskrárnúmer sem fyrir kemur í vörusendingunni. Samtala í dálk 32 skal vera sú sama og upphæð í reit 22.
Gerð svæðis: (n..11,2)
SAD (46)
DÁLKUR 33 TEGUND GJALDA - VAL
Innflytjendur skulu gera skýran greinarmun á vörum sem njóta eiga tollfrelsis samkvæmt fríverslunarsamningum sem Ísland hefur gert og öðrum vörum. Þegar um er að ræða vöru sem ekki uppfyllir skilyrði um fríðindameðferð eða vörusvið viðkomandi samnings nær ekki til viðkomandi vöru skal setja lykilinn A í dálk 33, fremsta hluta dálksins. Bókstafurinn A táknar lykill fyrir almennan toll sem er á öllum númerum tollskrárinnar og gildir um vörur frá öllum löndum án tillits til uppruna. Tilgreina ber einnig lykilinn A sé vara tollfrjáls án tillits til uppruna, þ.e. A tollur er 0% (ekki þörf á fríðindameðferð).
Þegar um er að ræða tvöfaldan toll, þ.e. bæði verðtollur og magntollur er á tollskrárnúmeri, þá er útfærsla dálks 36 og 37 með sérstökum hætti, sjá fylgiskjal 7.
1. hluti Hér skal ávallt færa inn lykil viðkomandi tolls (fyrir framan punktalínu)
Þegar talað er um fríðindameðferð á vöru er átt við að tollur sé felldur niður af vörunni við innflutning, svo framarlega sem varan falli undir vörusvið viðkomandi fríverslunarsamnings, henni fylgi fullgildar upprunasannanir og hún uppfylli önnur skilyrði viðkomandi fríverslunarsamnings. Þess ber að gæta að þessar reglur gilda eingöngu um niðurfellingu tolla en ekki annarra gjalda.
Til að fá fríðindameðferð á vöru á grundvelli fríverslunarsamnings þarf að fara fram á hana með því að setja þann tolllykil, tegund tolls, (sjá Tollskrárlykla) sem við á í reit 33 í aðflutningsskýrslu. Einnig skal í reit 14 í aðflutningsskýrslu vísa til númers EUR. 1 skírteinis (þ.e. sjö öftustu stafir númersins sé það lengra en sjö stafir) eða setja tilvísunina ,,EURYFIRLÝS‘‘ ef yfirlýsing er á vörureikningi sem tilheyrir aðflutningsskýrslu, sbr. um reit 14 hér að framan.
Þessi beiðni um fríðindameðferð er jafnframt yfirlýsing innflytjanda um að varan falli undir þann fríverslunarsamning sem fríðindameðferðin er byggð á og að fullgild upprunavottorð fylgi með. Tollstarfsmenn geta jafnframt gengið úr skugga um að varan uppfylli þau skilyrði sem sett eru samkvæmt viðkomandi samningi.
2. hluti: Hér er hægt að færa inn lykla fyrir önnur aðflutningsgjöld - VAL
Innflytjanda er í sjálfsvald sett hvort hann fyllir út þennan hluta dálksins. Sé það gert skal eingöngu tilgreina lykla fyrir önnur aðflutningsgjöld en tolla, sbr. um 1. hluta hér að framan. Lykla þessa er að finna í Tollskrárlyklum.
Gerð svæðis: (a2)
SAD (47)
DÁLKUR 34 LYKILL UPPRUNALANDS
Tilgreinið hér upprunaland vöru með lykli viðkomandi lands, sbr. Tollskrárlykla.
Gerð svæðis: (a2)
SAD (34a)
DÁLKUR 35 TOLLVERÐ - VAL
Færið hér inn tollverð hvers vöruliðar sem er margfeldi talna í reitum 32 og 21, þ.e. fob-verð vara í hverju tollskrárnúmeri fyrir sig og tollverðsgengis. Samtala í reit 35 skal vera sú sama og upphæð í reit 27.
SAD (46)
DÁLKUR 36 TOLLTAXTI - VAL
Í þennan reit skal færa taxta tolls samkvæmt tollskrá, þ.e. hundraðstölu verðtolls eða krónutölu magnstolls, eða hvoru tveggja ef um tvöfaldan toll (GATT-tollur) er að ræða á tollskrárnúmeri.
Þegar um er að ræða tvöfaldan toll á tollskrárnúmeri þá er útfærsla dálks 36 og 37 með sérstökum hætti, sjá fylgiskjal 7.
SAD (47)
DÁLKUR 37 TOLLFJÁRHÆÐ - VAL
Gerið hér grein fyrir fjárhæð tolls af vöru í hverju tollskrárnúmeri fyrir sig.
Þegar um er að ræða tvöfaldan toll (GATT-tollur) á tollskrárnúmeri þá er útfærsla dálks 36 og 37 með sérstökum hætti, sjá fylgiskjal 7.
SAD (47)
REITUR 38 SAMTALS - VAL
Hér skal færa inn niðurstöðutölu fyrir dálkana 31, 32 og 35 (VAL). Niðurstöðutölur í dálkum 32 og 35 skulu stemma við tölur í reitum 22 og 27.
SAD (47)
REITUR 39 TOLLUR ALLS - VAL
Hér skal færa niðurstöðutölu fjárhæða í dálki 37.
SAD (47)
REITUR 40 ÖNNUR GJÖLD - VAL
Hér skal tilgreina gjöld sem innheimt eru með tolli, svo sem vörugjald og bensíngjald. Enn fremur póstafgreiðslugjöld.
SAD (47)
REITUR 41 VIRÐISAUKASKATTUR - VAL
Færið hér inn álagðan virðisaukaskatt í hvoru þrepi fyrir sig eftir því sem við á: 11% og/eða 24%.
SAD (47)
REITUR 42 GJÖLD ALLS - VAL
Færið hér inn niðurstöðutölu gjalda í reitum 39-41.
SAD (47)
Notkun SMT-aðflutningsskýrslu í stað tollskýrslu á eyðublaði E-1
Pappírslaus tollskýrsla, hér á eftir nefnd SMT-tollskýrsla, inniheldur sömu reiti til útfyllingar og skrifleg tollskýrsla, sbr. eyðublað E-1, en með eftirtöldum frávikum:
- Í stað undirskriftar prókúruhafa í reit 2 á eyðublaði E-1 hefur leyfishafi SMT-tollafgreiðslu lýst yfir í umsókn um pappírslausa tollafgreiðslu, sem samþykkt hefur verið af Tollstjóra, hverjir hafi leyfi til að skuldbinda hann með innsendingu SMT-tollskýrslu til Tollstjóra og pósthúsa. Viðkomandi starfsmenn leyfishafa hafa staðfest ábyrgð sína með undirskrift á umsóknina. Leyfishafi skal tilkynna Tollstjóra ef breyting verður á nafnalista vegna nýrra starfsmanna eða starfsmanna, sem hætta störfum. Viðkomandi starfsmenn eru skráðir á kennitölu leyfishafa í "Undirskriftaskrá" í innflytjendaskrá Tollakerfis/Tollalínu.
- Í SMT-tollskýrslu eru þrjú skráningarskyld svæði sem ekki er að finna á skriflegri tollskýrslu, eyðublaði E-1. Þau eru: númer vörureikninga, fyrir númer vörureikninga þeirra vara sem tollskýrsla tekur til; tilvísunarnúmer leyfishafa; og komunúmer böggla þegar um SMT-tollskýrslu yfir póstsendingu er að ræða , sbr. komunúmer á tilkynningum sem póstaðilar senda til innflytjanda.
- Númer vörureikninga: Skrá skal númer þeirra vörureikninga vegna vörusendingar, sem SMT-tollskýrsla tekur til. Ef vörureikningur fylgir ekki skal gefa það til kynna með því að skrá í viðeigandi svæði: án reikn. Ef vörureikningur er ekki númeraður skal skrá dagsetningu reiknings á forminu dd.mm.áá. Dæmi: 15.07.94. Svæðið fyrir vörureikningsnúmer leyfir hámark 11 stafi fyrir hvert uppgefið númer. Skrá skal 11 öftustu stafi hvers vörureikningsnúmers sé það lengra en 11 stafir
Gerð svæðis: (a..11) - Tilvísunarnúmer leyfishafa: Þetta er tilvísunarnúmer leyfishafa sem leyfishafi skal gefa hverri tollskýrslu og fylgiskjölum hennar. Tollskjöl sem eiga við tiltekna SMT-tollskýrslu, skulu öll fá þetta tilvísunarnúmer og geymd í bókhaldi leyfishafa. Númerið skal vera einkvæmt og auðkennt árinu. Að öðru leyti má leyfishafi ákveða útfærslu númersins. Leyfishafi ábyrgist að nota uppgefið tilvísunarnúmer í SMT-tollskýrslu svo tollyfirvöld geti án fyrirvara fundið tollskjöl yfir viðkomandi vörusendingu eða póstsendingu í tölvukerfi og bókhaldi hans vegna athugunar á tollskjölum sem þau kunna að gera hjá leyfishafa á meðan eða eftir að SMT-tollafgreiðsla hefur átt sér stað. Svæðið fyrir tilvísunarnúmer leyfishafa leyfir hámark 14 stafi
Gerð svæðis: (a..14) - Komunúmer böggla vegna póstsendinga: Komunúmer böggla, smápakka eða bréfs, sem SMT-tollskýrsla póstsendingar tekur til, skal leyfishafi skrá í SMT-tollskýrslu, sbr. tilkynningar pósthúsa til innflytjenda um komu póstsendinga á pósthús. Fjöldi komunúmera segir um leið til um fjölda fylgibréfa og þar með fjölda böggla. Svæðið er 6 stafa fyrir hvert komunúmer.
Gerð svæðis: (n6)
- Númer vörureikninga: Skrá skal númer þeirra vörureikninga vegna vörusendingar, sem SMT-tollskýrsla tekur til. Ef vörureikningur fylgir ekki skal gefa það til kynna með því að skrá í viðeigandi svæði: án reikn. Ef vörureikningur er ekki númeraður skal skrá dagsetningu reiknings á forminu dd.mm.áá. Dæmi: 15.07.94. Svæðið fyrir vörureikningsnúmer leyfir hámark 11 stafi fyrir hvert uppgefið númer. Skrá skal 11 öftustu stafi hvers vörureikningsnúmers sé það lengra en 11 stafir
- Í SMT-tollskýrslu eru ekki samsvarandi svæði og eftirtaldir reitir í skriflegri tollskýrslu, eyðublað E-1: REITUR 16 TALA FYLGISKJALA; REITUR 18 GENGI; REITUR 21 TOLLVERÐSGENGI; REITUR 23 INNKAUPSVERÐ Í ÍSLENSKUM KRÓNUM; reitir 27 og 35 TOLLVERÐ; og útreiknaðar upphæðir álagðra gjalda í reitum 36 til 42 . Þegar um SMT-tollskýrslu yfir póstsendingu er að ræða skal innflytjandi ennfremur ekki fylla út reit 11 FARMSKRÁRNÚMER/VIÐTÖKUNÚMER.
Með SMT-tollafgreiðslu sendir innflytjandi tollskýrslu til tollyfirvalda með öllum venjulegum upplýsingum, sem krafist er til þess að tollafgreiðsla getið farið fram, frá tölvukerfi sínu til tölvukerfis tollyfirvalda um gagnaflutningsnet, samkvæmt fyrirfram ákveðnum staðli. Ef sendar upplýsingar standast eftirlit tollyfirvalda samþykkja þau tollafgreiðslu og senda innflytjanda staðfestingu um tollafgreiðslu með yfirliti um álagningu aðflutningsgjalda og afhendingarheimild. Jafnframt er farmflytjendum sem hafa slíka tölvutengingu send slík afhendingarheimild.
Þeir sem koma fram gagnvart tollyfirvöldum vegna SMT-tollagreiðslu eiga að varðveita í bókhaldi sínu á aðgengilegan og tryggilegan hátt öll gögn sem snerta tollmeðferð vara og sendinga. Frekari leiðbeiningar fyrir innflytjendur sem hafa leyfi til SMT-tollafgreiðslu er að finna á heimasíðu Tollstjóra.
Sótt er um SMT-heimild hjá Tollstjóra, sem gefur út heimild til SMT tollafgreiðslu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Síðast uppfært/breytt maí 2017