Fjöldi innlendra fyrirtækja hefur fengið samþykki Tollgæslustjóra sem viðurkenndur útflytjandi á grundvelli fríverslunarsamninga Íslands við EES og Kína. Gildistími þessara heimilda er í flestum tilfellum fimm ár, en getur einnig verið til styttri tíma.
Vakin er athygli inn- og útflytjenda sem senda tollskýrslur til tollafgreiðslu hjá Skattinum úr viðskiptakerfum sínum með EDI samskiptum (SMT tollafgreiðsla) á að móttöku eldri innflutningsskýrslu (E1) verður hætt 1. október 2021. Frá og með þeim degi verður eingöngu tekið við SAD skýrslum (E2). Leiðréttingar á eldri E1 skýrslum verða þó áfram gerðar á pappír eins og áður.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.